Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2024

Ávarp forstjóra
Heimsfaraldur COVID-19 litaði svo sannarlega ársskýrslur síðustu þriggja ára. En þegar leið á árið 2022 fóru áhrif faraldursins á starfsemi Lyfjastofnunar mjög dvínandi. Þannig barst engin tilkynning um aukaverkun vegna bóluefna gegn sjúkdómnum í desember 2022, og þær voru tiltölulega fáar árið 2023. Lýst var yfir lokum heimsfaraldurins í maí en engu að síður eru skráningarferlar bóluefnanna virkir, og til stendur að halda bólusetningum áfram í afmörkuðum hópum. Ekki vantaði þó stórar áskoranir árið 2023. Rauðir þræðir þar voru fjármál, og viðvarandi lyfjaskortur sem takast þurfti á við.
Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu.
- 1
Tilkynntar aukaverkanir
Tilkynntur grunur um aukaverkun í tengslum við lyfjanotkun
- 120
Lyf á markaði
Lyf með markaðsleyfi og markaðssett í árslok 2024
- 0
Starfsmenn
Fjöldi starfsfólks Lyfjastofnunar í árslok

Lyfjastofnun meðal þeirra eftirlitsstofnana sem þykja standa sig hvað best
Þetta kemur fram í könnun sem Samtök iðnaðarins stóðu fyrir í desember sl. Helmingur aðspurðra setti eftirlitsvinnu stofnunarinnar í hæsta flokk

Lyfjaávísunum undanþágulyfja fækkar milli ára
Umsóknum um ávísun undanþágulyfja fækkaði milli ára. Sala undanþágulyfja að magni til nam 3,3% af heildarsölu lyfjapakkninga árið 2024
Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja
Gæði
Lögð er áhersla á að hjá Lyfjastofnun starfi ávallt vel menntaðir og hæfir sérfræðingar á sviði lyfjamála og lækningatækja. Lyfjastofnun býður skapandi vinnuumhverfi og góða starfsaðstöðu og tækifæri til símenntunar og þróunar í starfi.
Traust
Áreiðanleiki og öguð vinnubrögð tryggja öryggi og skapa traust hagsmunaaðila. Lyfjastofnun vill skapa traust s.s. með öflugri upplýsingagjöf, samkvæmni, áreiðanleika, virðingu og opnum samskiptum og samvinnu.
Þjónusta
Lyfjastofnun vill veita hagsmunaaðilum bestu faglegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Þetta er gert með góðu aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum, aðgengi að færustu sérfræðingum og vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki í öflugu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, erlendar systurstofnanir á EES svæðinu og Lyfjastofnun Evrópu.
Ársskýrslan er byggð upp þannig að hægt er að halda áfram á næstu síðu (eða til baka) með því að nota örvarnar neðst á hverri síðu. Einnig er hægt að nálgast efnisyfirlit ársskýrslunnar efst í hægra horninu þaðan sem hægt er að komast beint í aðra kafla ársskýrslunnar.
