Mannauður

Í lok ársins störfuðu 70 starfsmenn hjá Lyfjastofnun í rúmum 67 stöðugildum. Starfsmenn í staðvinnu á Vínlandsleið voru 68 og starfsmenn í fjarvinnu tveir. Þeir sem sinntu störfum sínum í fjarvinnu voru staðsettir á Akureyri og á Nýja-Sjálandi.

Einn starfsmaður var með erlent ríkisfang. Háskólamenntuð voru 84% starfsfólks. Meðal lífaldur er 46 ár.

Mannauður í tölum

  • 19%

    Konur

  • 0%

    Karlar

  • 0

    Meðalstarfsaldur í árum

Jafnlaunaúttekt hjá Lyfjastofnun

Niðurstöður leiða í ljós að launamunur milli kynja er innan viðmiðunarmarka jafnréttisáætlunar. Áfram er unnið að því óútskýrður launamunur hverfi

Lífshlaupið

Lyfjastofnun tók þátt í Lífshlaupinu í ár líkt og fyrri ár. Lyfjastofnun endaði í öðru sæti í sínum stærðarflokki (70-149 starfsmenn) með 14 daga. Sigurvegari flokksins var Njarðvíkurskóli með 14,5 daga og í þriðja sæti hafnaði Teva/Medis með 13,95 daga.

Í tilefni Lífshlaupsins voru formlega tekin í notkun göngubretti við tvær vinnustöðvar. Þetta mæltist vel fyrir og þykir starfsfólki góð tilbreyting að geta gengið á göngubretti við vinnu sína til tilbreytingar frá setu við skrifborðið. Rúna, forstjóri "vígði" hlaupabrettin á viðburði starfsmanna í upphafi Lífshlaupsins.

Labbakútar Lyfjastofnunar, gönguhópur innan vinnustaðarins, stóð fyrir reglubundnum gönguferðum eftir vinnu á meðan á Lífshlaupinu stóð.

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

Kvenkyns starfsmenn Lyfjastofnunar sátu fyrir á mynd í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna.

Gulur september

Starfsfólk Lyfjastofnunar klæddist gulu á gula deginum í september til stuðnings átakinu Gulur september sem hefur það markmið að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Fyrirlestur um heildræna heilsu

Í febrúar fengu starfsmenn fræðslu um heildræna heilsu, sk. heilsuhring sem snertir á öllum þeim þáttum sem hafa áhrif á vellíðan og heilbrigði fólks. Fyrirlesari var Hrefna Hugosdóttir frá Auðnast.

Lyfjatæknadagurinn

Þann 15. október 2024 var alþjóðlegur dagur lyfjatækna, tileinkaður lyfjatæknum á heimsvísu. Fimm lyfjatæknar starfa hjá Lyfjastofnun og sinna þeir fjölbreyttum störfum, m.a. í þjónustuveri, við úrlausn lyfjaskorts, afgreiðslu verðumsókna, við viðhald Sérlyfjaskrár og í fjármálum.