Mannauður

Í lok ársins störfuðu 76 starfsmenn hjá Lyfjastofnun í rúmum 72 stöðugildum. Starfsmenn í staðvinnu á Vínlandsleið voru 73 og starfsmenn í fjarvinnu þrír. Þeir þrír sem sinntu störfum sínum í fjarvinnu eru staðsettir á Akureyri, í Svíþjóð og á Nýja-Sjálandi.

Starfsmenn með erlent ríkisfang voru fjórir. Háskólamenntuð voru 84% starfsfólks. Meðalstarfsaldur í árum er tæp sjö ár og meðal lífaldur er rúm 46 ár.

Mannauður í tölum

Kynjahlutfall starfsfólks Lyfjastofnunar

Jafnlaunaúttekt hjá Lyfjastofnun

Niðurstöður leiða í ljós að launamunur milli kynja er innan viðmiðunarmarka jafnréttisáætlunar. Áfram er unnið að því óútskýrður launamunur hverfi