Upplýsingamiðlun

Fagleg og hlutlaus upplýsingagjöf til heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda er eitt af lögbundnum hlutverkum Lyfjastofnunar.

Árið 2023 einkenndist af áframhaldandi úrbótum í miðlunarmálum hjá Lyfjastofnun. Einnig var nokkuð um gestagang eftir rólegt tímabil í þeim efnum árin áður vegna Covid og húsnæðisframkvæmda hjá Lyfjastofnun. Í fyrsta sinn var tekið á móti lyfjafræðinemum í starfsnám á árinu. Þá var hafa samband gátt opnuð árið 2023. Gáttin flýtir fyrir miðlun og vinnslu upplýsinga og svörun fyrirspurna. Mikil vinna hafði farið í stafræna umbreytingu hjá Lyfjastofnun árin áður til samræmis við stefnu stofnunarinnar til næstu ára. Í upphafi árs var Lyfjastofnun tilnefnd til íslensku vefverðlaunanna í flokknum stafræn lausn ársins.

Eftirtaldir vefir eru hluti af stafrænni umbreytingu Lyfjastofnunar

  • Lyfjastofnun.is
  • enskur vefur Lyfjastofnunar, ima.is
  • sérlyfjaskrá
  • ársskýrsluvefur Lyfjastofnunar
  • Stafrænn hönnunarstaðall Lyfjastofnunar
  • 0
    Fyrirspurnir frá fjölmiðlum
  • 0
    Fyrirspurnir frá almenningi og fleirum
  • 0
    Fréttir á vef Lyfjastofnunar
  • 0
    Erindi í tölvupósthólf Lyfjastofnunar

Fjöldi útgefinna frétta á vef Lyfjastofnunar

Umfjallanir um Lyfjastofnum í öðrum miðlum

Traust til Lyfjastofnunar

Á ári hverju tekur Lyfjastofnun þátt í traust- og þekkingarkönnun Gallup. Könnunin var framkvæmd í upphafi ársins og kom ágætlega út. Helstu niðurstöður voru þannig að 54% sögðust bera mikið traust til Lyfjastofnunar og 29% sögðust þekkja vel til starfa Lyfjastofnunar.

Gestkvæmt hjá Lyfjastofnun

Fjöldi gesta heimsótti Lyfjastofnun á árinu til að skoða nýuppgert húsnæðið að Vínlandsleið 14 og kynnast vinnunni sem liggur að baki. Ákveðið var að bjóða völdum hópi gesta í heimsókn með haustinu, til að skoða aðsetur Lyfjastofnunar, húsnæðið að Vínlandsleið 14, eftir gagngerar endurbætur. Annars vegar heilbrigðisráðherra og ráðuneytisfólki og þeim stofnunum og félögum sem Lyfjastofnun hefur hvað mest samsktipi við, hins vegar fyrrum starfsfólki eldra en 65 ára.

Gestaboðin fóru fram dagana 30. og 31. ágúst. Í báðum tilvikum fór fyrst fram kynning á hvernig staðið var að því umfangsmikla verkefni sem endurbæturnar voru; undirbúningur, tiltekt, hópaskipting starfsmanna í viðveru eftir að framkvæmdir hófust og aðlögun að nýja húsnæðinu. Gestir fengu síðan leiðsögn um húsnæðið og í lokin var boðið upp á kaffi og meðlæti.

Gestir reyndust áhugasamir um framkvæmdina, fannst sem vel hefði tekist til með endurbæturnar og gerðu góðan róm að heimboðinu.

Rætt um skynsamlega endurskoðun lyfjameðferðar á málþingi um lyf án skaða

Málþingið var ætlað hagsmunaaðilum í íslensku heilbrigðis- og velferðarkerfi og þeim sem taka stefnumótandi ákvarðanir hér á landi. Markmiðið var að opna umræðuna um mikilvægi þess að endurskoða reglulega lyfjameðferð einstaklinga, móta sameiginlega sýn á verklag um góðar ávísunarvenjur og draga úr óviðeigandi fjöllyfjameðferð.

Heimsókn frá lyfjafræðinemum

Það er orðinn árlegur viðburður að Lyfjastofnun fái heimsókn frá lyfjafræðinemum. Það var ánægjulegt að bjóða tveimur hópum úr röðum lyfjafræðinema í heimsókn í endurgert okkar húsnæði á árinu eftir nokkra bið vegna húsnæðisframkvæmda. Tilgangur stefnumóts við lyfjafræðinema er að kynna fyrir þeim þau fjölbreyttu verkefni sem fara fram hjá Lyfjastofnun.

Vel heppnað starfsnám lyfjafræðinema

Í apríl og maí fór fram starfsnám lyfjafræðinga, í fyrsta sinn hjá Lyfjastofnun. Lyfjafræðinemarnir Aldís Huld og Vildís Kristín voru í tvær vikur hjá stofnuninni og fengu góða innsýn í starfsemina. Sérstök áhersla var lögð á að veita nemunum góða innsýn í kjarnastarfsemi Lyfjastofnunar. Þær komu því víða við hjá stofnuninni á meðan á starfsnáminu stóð.

Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Hlaðvarpið er mikilvægur miðill sem nýtist við miðlun efnis þar sem kafað er dýpra í þau málefni sem varða hlutverk stofnunarinnar. Hlaðvarpið er í umsjón Hönnu G. Sigurðardóttur. Hægt er að hlusta á hlaðvarp Lyfjastofnunar í öllum helstu streymisveitum s.s. SoundCloud, Spotify og Apple Podcast.

Á árinu voru eftirtaldir þættir gefnir út í hlaðvarpi Lyfjastofnunar:

  • Að þiggja ódýrari valkost í stað ávísaðs lyfs - Ólöf Þórhallsdóttir
  • Lyf við sumartengdu ofnæmi - Erla Hlín Henrysdóttir
  • Að ferðast með lyf - Viðar Guðjohnsen
  • Um heiti lyfja - Brynjar Örvarsson
  • Lyfjaendurskoðun - Einar Stefán Björnsson

Alþjóðlegt átak um lyfjagát

Í ár tók Lyfjastofnun þátt í átaki Uppsala Monitoring Centre sem miðar að því að vekja athygli á lyfjagátarkerfi lyfjayfirvalda og fjölga tilkynntum aukaverkanatilkynningum.

Fjöldi netspjalla

Þjónustusímsvörun

Símaþjónusta Lyfjastofnunar var opin á virkum dögum frá kl. 9:00 - 15:00, á sama tíma og netspjallið. Í símaþjónustu, eins og netspjalli, er almennum fyrirspurnum svarað með þeim fyrirvara að starfsmenn stofnunarinnar veita ekki persónulega klíníska ráðgjöf.

  • 0
    Fjöldi símtala árið 2023
  • 0%
    Fækkun símtala frá árinu 2022

Fjöldi símtala

Fundarhöld

Sérfræðingar Lyfjastofnunar héldu á árinu erindi á Læknadögum, á norrænum fundi miðstöðva lyfjagátarupplýsinga og víðar.
Að auki voru haldnir fundir með hagsmunaaðilum en þeir varða snertifleti Lyfjastofnunar og ólíkra hagsmunaaðila. Bæði er um að ræða hefðbundna samtalsfundi og upplýsingafundi.

  • 0
    Erindi utan Lyfjastofnunar
  • 0
    Fundir með hagsmunaaðilum

Jólakveðja Lyfjastofnunar

Á hverju ári velur starfsfólk Lyfjastofnunar góðgerðarmálefni sem styrkt er í desember í nafni Lyfjastofnunar. Fjármunirnir sem varið er í styrkinn færu annars í útsendingu jólakorta. Í ár rann styrkurinn til Ljóssins. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.

Stofnun ársins

Lyfjastofnun tók þátt í könnuninni Stofnun ársins líkt og fyrri ár og varð í 25. sæti í sínum stærðarflokki.

Heildarmat fyrir Lyfjastofnun var 4,10 sem er svipuð einkunn og stofnunin fékk árið á undan.

Hæstu einkunnir Lyfjastofnunar mældust í flokkunum:

  • Starsfandi (4,31)
  • Jafnrétti (4,31)
  • Sveigjanleiki vinnu (4,28)
  • Sjálfstæði í starfi (4,27)
  • Stjórnun (4,23)

Stofnun ársins er samstarfsverkefni stéttarfélagsins Sameykis, Fjármála- og efnahagsráðuneytis, Reykjavíkurborgar og fjölmargra annarra stofnana sem taka þátt í könnuninni en hún nær til tæplega 40.000 manns á opinberum vinnumarkaði.

Að loknum húsnæðisframkvæmdum var nýtt skilti tekið í notkun í fundarherberginu Ásbyrgi.

Fjöldi fylgjenda á samfélagsmiðlum í árslok

  • 0
    Facebook
  • 0
    Instagram
  • 0
    LinkedIn

Hugsmiðjan: Um endurútgáfu sérlyfjaskrár

Lesa