Skipulag og stjórnun

Skipulagsbreytingar sem tóku gildi í ársbyrjun fólu í sér tilfærslur milli eininga, nokkuð sem þörf getur verið á í stofnun sem reynir að laga sig að breytingum og þörfum í samfélaginu.

Þá var töluverð hreyfing á starfsfólki á árinu. Til hafði staðið að efla nokkra þætti í starfseminni og gera þá skilvirkari en þegar hagræðingarkrafa var komin fram strax um mitt ár, var jafnvel ekki hægt að fylla í skörð þeirra sem fluttu sig á annan vettvang, til náms og starfa.

Þegar leið á árið var hagræðingarkrafan orðin æ ákveðnari. Þetta leiddi til þess að hafist var handa við undirbúning skipulagsbreytinga sem var hrint í framkvæmt snemma árs 2024.

Skipurit Lyfjastofnunar 27. desember 2023