Lyfjaverð og greiðsluþátttaka lyfja
Lykiltölur ársins 2024
Fjöldi undanþágulyfja í lyfjaverðskrá segir ekki alla söguna
Birting lyfja í lyfjaverðskrá er grundvöllur þess að hægt er að afgreiða þau í apóteki. Nokkurn fjölda undanþágulyfja er að finna í lyfjaverðskrá en aðeins hluti þeirra eru í sölu. Þannig eru virk undanþágulyf í sölu mun færri en þau sem eru birt í verðskrá. Þótt fleiri undanþágulyfjavörunúmer séu í birt í verðskrá en áður, eða 1690 vnr. um síðustu áramót, þá er engin sala á fjórðungi vörunúmeranna, en 1.256 vnr. voru í virkri sölu á árinu 2024. Lítil breyting er að þessu leyti milli ára, þar sem 1.234 vnr. voru í virkri sölu árið 2023.
