Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2022

Ávarp forstjóra

Ljóst var í upphafi árs að annar COVID-vetur væri hafinn enda hafði ómíkron-afbrigði veirunnar náð að breiðast mjög hratt út vikurnar á undan. Vinna við mál tengd faraldrinum hélt því áfram í talsverðum mæli árið 2022 þótt álagið minnkaði töluvert þegar á leið. Tekist var á við fjölmörg önnur krefjandi verkefni, sum tengdust lögum og reglum, önnur breytingum á smásöluálagningu lyfja, ný rafræn kerfi voru tekin í notkun, og lyfjaskortsmál voru mjög í deiglunni. Það sem hins vegar fléttaðist jafnt og þétt og óslitið inn í öll verkefni ársins 2022 voru húsnæðismál stofnunarinnar, en breytingar á húsnæðinu að Vínlandsleið hófust í nóvember 2021. Að öllu samanlögðu mátti við lok árs líta með nokkurri ánægju um öxl. Mörgum stórum áföngum var fagnað, viðamikil verkefni voru í góðum farvegi. Og síðan voru jafnvel líkur á að faraldurinn yrði ekki jafn plássfrekur á verkefnaskrá Lyfjastofnunar og hann hafði verið um langt skeið. Því var hægt að taka vongóður á móti nýju ári.

Hlutverk Lyfjastofnunar er að tryggja öryggi landsmanna með greiðu aðgengi að lyfjum og lækningatækjum, faglegri þjónustu og hlutlausri upplýsingagjöf byggðri á nýjustu þekkingu.

Framtíðarsýn

Framtíðarsýn Lyfjastofnunar er að vera leiðandi afl í heilsu og velferð samfélagsins.

Gildin okkar

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja

Gæði

Lögð er áhersla á að hjá Lyfjastofnun starfi ávallt vel menntaðir og hæfir sérfræðingar á sviði lyfjamála og lækningatækja. Lyfjastofnun býður skapandi vinnuumhverfi og góða starfsaðstöðu og tækifæri til símenntunar og þróunar í starfi.

Traust

Áreiðanleiki og öguð vinnubrögð tryggja öryggi og skapa traust hagsmunaaðila. Lyfjastofnun vill skapa traust s.s. með öflugri upplýsingagjöf samkvæmni, áreiðanleika, virðingu og opnum samskiptum og samvinnu.

Þjónusta

Lyfjastofnun vill veita hagsmunaaðilum bestu faglegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Þetta er gert með góðu aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum, aðgengi að færustu sérfræðingum og vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki í öflugu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, erlendar systurstofnanir á EES svæðinu og Lyfjastofnun Evrópu.

 • 1

  Tilkynntar aukaverkanir

  Tilkynntur grunur um aukaverkun í tengslum við lyfjanotkun

 • 120

  Lyf á markaði

  Lyf með markaðsleyfi og markaðssett í árslok 2022

 • 0

  Starfsmenn

  Starfsfólk Lyfjastofnunar er með fjölbreytta menntun og víðtæka reynslu.

Ársskýrslan er byggð upp þannig að hægt er að halda áfram á næstu síðu (eða til baka) með því að nota örvarnar neðst á hverri síðu. Einnig er hægt að nálgast efnisyfirlit ársskýrslunnar efst í hægra horninu þaðan sem hægt er að komast beint í aðra kafla ársskýrslunnar.