Fjármál og rekstur

Á árinu 2024 var afkoma Lyfjastofnunar jákvæð, annað árið í röð, um tæpar 41 millj. kr.

Tekjur námu 1.372 millj. kr. á árinu en þær voru tæpar 1.406 millj. kr. árið á undan. Tekjur drógust því saman um tæp 2,5% á milli ára. Gjöld námu tæpum 1.332 millj. kr. og voru um 3,2% lægri en árið 2023.

Yfirlit fjármála

Þróun tekna og gjalda

Framlag ríkisins til Lyfjastofnunar dregst saman á milli ára

Framlag úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar dróst saman um tæp 15% á árunum 2022-2024. Þetta setur rekstri Lyfjastofnunar eðli máls samkvæmt þröngar skorður að sinna lögbundnum verkefnum.