Fjármál og rekstur
Árið 2023 var heildarrekstrarkostnaður Lyfjastofnunar um 1.373 millj. kr. Hækkun heildarrekstrarkostnaðar frá fyrra ári nam því rúmum 6%
Tekjur voru 1.403 millj. kr. á árinu en 1.169 millj. kr. árið á undan. Tekjur jukust því um 20% á milli ára og rekstrarniðurstaðan var jákvæð um tæpar 30 milljónir kr.
Risna Lyfjastofnunar vegna starfsmannahalds árið 2022 langt undir heimildum
Umfjöllun Viðskiptablaðsins um risnu opinberra stofnana gaf tilefni til áréttingar um mitt ár þar sem hún gaf ekki rétta mynd af bókhaldi Lyfjastofnunar. Heimild til þess að bóka risnu fyrir starfsmenn skv. matsfjárhæð Skattsins er margfalt hærri en það sem Lyfjastofnun bókfærði á árinu 2022.