Lyfjaskortur
Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja hérlendis. Lyfjaheildsalar bera ábyrgð á að ávallt skuli vera til birgðir helstu lyfja í landinu.
Tilkynntur lyfjaskortur
Þegar kemur að lyfjaskorti er samstarf lyfjafyrirtækja og Lyfjastofnunar mikilvægt.
- 0
Fjöldi tilkynninga um lyfjaskort árið 2023
26% aukning frá árinu áður
- 0%
Tilkynnt samdægurs eða eftir að skortur var hafinn 2023
Breyting lyfjaávísunar úr markaðssettu lyfi í undanþágulyf
Lyfjastofnun getur heimilað lyfjafræðingum í apótekum að breyta lyfjaávísun læknis í tiltekið lyf, þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila. Þetta er eitt af þeim úrræðum sem Lyfjastofnun getur beitt til að draga úr áhrifum lyfjaskorts.
Undanþágulyf
Sérstök áhersla hefur verið lögð á að lyf sem eru í mikilli og samfelldri notkun í undanþágukerfinu verði markaðssett. Eitt af hlutverkum Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með framboði lyfja þannig að lyfjaskortur hafi sem minnst áhrif á öryggi sjúklinga. Lyfjastofnun hefur því unnið að því að fjölga markaðssettum lyfjum.
Fjöldi mismunandi vörunúmera undanþágulyfja í virkri sölu hefur nokkurn veginn staðið í stað undanfarin ár en á árinu 2023 var fjöldi seldra vörunúmera 1.290 talsins.
Lyfjastofnun mikilvægur hlekkur þegar kemur að því að draga úr áhrifum lyfjaskorts
Samstarf aðila á markaði og upplýsingamiðlun er lykilatriði. Umræða um lyfjaskort kemur reglubundið upp og er áberandi þegar mikið notuð lyf eru ófáanleg. Í þeim tilvikum er oft um alþjóðlegan vanda að ræða en smæð íslenska markaðarins veldur því að stundum er erfitt að nálgast lítið notuð lyf. Nokkurs misskilnings virðist gæta um hlutverk Lyfjastofnunar. Hvert er hlutverk Lyfjastofnunar þegar kemur að lyfjaskorti?