Lyfjagát

Aukaverkanatilkynningar veita mikilvægar upplýsingar um öryggi lyfja þegar þau eru komin í almenna notkun. Almenningur jafnt sem heilbrigðisstarfsfólk er hvattur til að tilkynna allan grun um aukaverkun af lyfjanotkun.

Þróun aukaverkanatilkynninga á árinu

Tilkynningum um aukaverkanir fækkaði til muna milli janúar og febrúar enda var grunnbólusetningum gegn COVID-19 þá að mestu lokið hjá flestum aldurshópum.

Í lok september hófst bólusetningarátak þegar boðið var upp á fjórða bóluefnaskammtinn fyrir tiltekna hópa og í kjölfar þess fjölgaði aukaverkanatilkynningum. Fjöldinn var þó langt frá því sem var þegar bólusetningar stóðu sem hæst. Engin aukaverkanatilkynning vegna bóluefna gegn COVID-19 barst í desember.

Aukaverkanatilkynningar árið 2022

  • 0
    Fjöldi tilkynninga
  • 0%
    Ekki alvarlegar tilkynningar
  • 0%
    Alvarlegar tilkynningar

Flestar tilkynningar bárust frá lyfjanotendum eða aðstandendum þeirra eða 325. 66 aukaverkanatilkynningar bárust frá læknum en 65 frá lyfjafræðingum. Aðeins ein barst frá einstakling utan þessara hópa.

Mikilvægt er að hafa í huga að um tilkynningar vegna gruns á aukaverkun er að ræða. Það merkir að tilkynnt tilvik hafi átt sér stað í kjölfar lyfjanotkunarinnar en segir ekki til um hvort um orsakasamhengi sé að ræða milli tilviks og lyfjanotkunar.