Endurbætt húsnæði
Starfsemi Lyfjastofnunar fór fram á Eiðistorgi allt frá því hún tók fyrst til starfa, árið 2000, fram til sumarsins 2010 þegar nýtt húsnæði að Vínlandsleið 14 var tekið í notkun.
Snemma árs 2021 var húsnæðið orðið of lítið fyrir starfsemina og ýmsar mögulegar lausnir kannaðar. Meðal þess sem kom til greina var að flytja í annað húsnæði. Engir hentugir kostir fundust og var því ákveðið að halda starfseminni áfram á Vínlandsleið. Í leiðinni var ákveðið að nýta fermetrafjölda húsnæðisins enn betur með því að breyta húsnæðinu í verkefnamiðað umhverfi með opnum vinnurýmum. Það er nokkur breyting frá fyrra fyrirkomulagi þar sem flestir starfsmenn höfðu skrifstofur fram til þessa, ýmist einir eða með öðrum.
Í lok árs 2021 var önnur hæð húsnæðisins tæmd vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Framkvæmdir á annarri hæðinni hófust í janúar árið 2022 og lauk þeim í júní sama ár. Þá tóku við framkvæmdir á þriðju hæð frá júní til loka ársins. Í lok árs var hægt að flytja inn á þriðju hæð hússins og þar með nýta báðar hæðarnar eftir framkvæmdirnar.
Nýtt húsnæði býður upp á góða möguleika til samvinnu af ýmsu tagi þar sem nægt framboð er af fundarherbergjum. Þá er fjöldi bókanlegra og óbókanlegra næðisrýma í boði, sem og minni afdrepa sem henta fyrir styttri símtöl o.þ.h.
- 0Fundarherbergi
- 0Næðisrými
- 0Símaklefar