Lækningatæki
Lyfjastofnun annast eftirlit með lækningatækjum. Markmið eftirlitsins er að tryggja að framleiðsla, viðhald og notkun lækningatækja sé í samræmi við lög og reglugerðir og koma þannig í veg fyrir að þau valdi skaða.
Annars vegar þarf að fylgjast með að tækið uppfylli kröfur varðandi öryggi, merkingar og að það nýtist sem skyldi. Hins vegar að viðhaldi sé sinnt og að eftirlit sé með notkun. Lyfjastofnun ber einnig að taka á móti og skrá tilkynningar um atvik og galla sem varðað geta öryggi notenda þeirra, jafnt sjúklinga sem heilbrigðisstarfsfólks.
Helstu verkefni tengd lækningatækjum á árinu
- 0Fyrirspurnir vegna lækningatækja
- 0Gátarboð lækningatækja
- 0Útgáfa vottorða um frjálsa sölu lækningatækja
Ný reglugerð um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi
Á árinu tók gildi ný reglugerð um lækningatæki til sjúkdómsgreiningar í glasi. Megintilgangur nýrrar reglugerðar er að gera ríkari kröfur um gæði og öryggi með hagsmuni og öryggi notenda í fyrirrúmi
Fjöldi ólöglegra lyfja og lækningatækja gerð upptæk í alþjóðlegri aðgerð
Lyfjastofnun tók á árinu þátt í aðgerð Interpol undir heitinu Pangea XV ásamt tollgæslusviði Skattsins