Lyfjaverð og greiðsluþátttaka lyfja
Lyfjastofnun tekur ákvarðanir um lyfjaverð með markmið lyfjalaga að leiðarljósi um að notkun lyfja hér á landi byggist á skynsamlegum og hagkvæmum grunni, ásamt því að ákveða greiðsluþátttöku eftir því sem við á samkvæmt lyfjalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.
Lögum samkvæmt er Lyfjastofnun falið það hlutverk að endurmeta forsendur lyfjaverðs hér á landi, samanborið við sömu lyf viðmiðunarlanda eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti og gera tillögur um breytingar ef matið gefur tilefni til þess. Undir lok árs 2021 lauk Lyfjastofnun endurskoðun á heildsöluverði allra lyfseðilsskyldra lyfja í lyfjaverðskrá með veltu árið 2020.
Áætlað er að verðendurskoðunin lækki lyfjakostnað um 540 milljónir kr. á ársgrundvelli. Þar af eru 413 milljónir vegna almennra lyfseðilsskyldra lyfja og um 126 milljónir vegna leyfisskyldra lyfja (áður kölluð sjúkrahúslyf eða S-merkt lyf). Ávinningurinn skiptist á milli Sjúkratrygginga Íslands, Landspítala og lyfjanotenda.
Árið í hnotskurn
- 0Fjöldi umsókna um greiðsluþátttöku (almenna og einstaklingbundna)
- 0Fjöldi umsókna um verð og greiðsluþátttöku leyfisskyldra lyfja
- 0Fjöldi markaðssettra vnr. í lyfjaverðskrá í lok árs
- 0Fjöldi vnr. undanþágulyfja með veltu árið 2022
- 0%Fjölgun markaðssettra vnr. í lyfjaverðskrá frá árinu 2021
- 0Fjöldi verðumsókna almennra lyfja, dýralyfja og undanþágulyfja
Breytingar á smásöluálagningu ávísunarskyldra lyfja tóku gildi 1. júlí
Smásöluálagning lyfseðilsskyldra lyfja tók breytingum 1. júlí. Breytingarnar skapa hvata fyrir apótek til að bjóða ódýrari lyf og að þeim fjölgi á íslenskum lyfjamarkaði. Ísland tók með þessu fyrstu skref í að færa smásöluverð nær viðmiðunarlöndum í lægstu verðflokkum.