Skipulag og stjórnun
Breytingar urðu á skipulagi Lyfjastofnunar í ágúst.
Ljóst var stofnunin hafði staðið frammi fyrir óvæntum og flóknum aðstæðum af ýmsum toga undangengin misseri. Meðal annars auknu hlutverki á alþjóðlegum vettvangi, og sömuleiðis heima fyrir í kjölfar nýrra lyfjalaga sem tóku gildi í ársbyrjun 2021. Þetta var haft í huga í stefnumótunarvinnu sem fram fór á vordögum, og þegar við bættust fyrirsjáanlegar mannabreytingar á skrifstofu forstjóra, var eftir frekari greiningu ákveðið að skrifstofan yrði sérstakt svið með skýrara hlutverki og ábyrgð.
Nýja sviðið fékk heitið skrifstofa forstjóra, verkefnin tengd mannauðsmálum, erlendu samstarfi, lögfræðimálum, persónuverndarmálum og stefnumótun. Guðrún Helga Hamar var ráðin sviðsstjóri nýja sviðsins.
Tveir stjórnendur á þáverandi skrifstofu forstjóra hurfu til annarra starfa um svipað leyti, þau Sindri Kristjánsson, yfirlögfræðingur og staðgengill forstjóra, og Harpa Þorláksdóttir mannauðsstjóri. Þórhallur Hákonarson tók við sem staðgengill forstjóra.