Mannauður
Í lok ársins störfuðu 84 starfsmenn hjá Lyfjastofnun í 81,17 stöðugildum. Starfsmenn í staðvinnu á Vínlandsleið voru 81 og starfsmenn í fjarvinnu þrír. Þeir þrír sem sinntu störfum sínum í fjarvinnu eru staðsettir á Akureyri, í Svíþjóð og á Nýja-Sjálandi.
Starfsfólk í tölum
- 0Fjöldi starfsmanna
- 0Stöðugildi
- 0Háskólamenntaðir
- 0Önnur menntun
- 0Fjöldi með erlent ríkisfang
- 0Fjöldi með íslenskt ríkisfang
- 0Í staðvinnu
- 0Í fjarvinnu
- 0árMeðal starfsaldur
Nýr staðgengill forstjóra
Þórhallur Hákonarson tók á árinu við sem staðgengill forstjóra. Þórhallur hefur starfað hjá Lyfjastofnun um árabil, allt frá árinu 2008, lengst af sem fjármálastjóri en síðustu misseri sem sviðsstjóri fjármála- og rekstrarsviðs.
Skrifstofa forstjóra nýtt svið
Skipulagsbreytingar voru gerðar á starfsemi Lyfjastofnunar. Skrifastofa forstjóra tók við mannauðsmálum, erlendu samstarfi, lögfræðimálum, persónuverndarmálum og stefnumótun. Nýr sviðsstjóri er Guðrún Helga Hamar sem er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og mikla stjórnunarreynslu sem og reynslu af alþjóðlegu samstarfi.
Vel heppnuð fræðsluferð til Hollands
Starfsfólk Lyfjastofnunar fór til Hollands í september í þeim tilgangi að heimsækja systurstofnanir og fræðast um starfsemi þeirra. Heimsóttar voru Lyfjastofnun Evrópu (EMA), lyfjaskráningarstofnun Hollands (MEB), heilbrigðisráðuneytið í Hollandi og lyfjafræðideild háskólans í Utrecht.
Stofnun ársins
Lyfjastofnun tók þátt í könnuninni "Stofnun ársins" líkt og fyrri ár. Svarhlutfall var framar björtustu vonum, eða 91%. Lyfjastofnun var í 49. sæti af öllum þátttakendum og í 13. sæti í sínum stærðarflokki. Könnunin náði til tæplega 40 þúsund starfsmanna á opinberum vinnumarkaði, hjá ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögum, sjálfseignarstofnunum og fyrirtækjum í almannaþjónustu. Heildarmat í ár nam 4,16 sem er sama einkunn og Lyfjastofnun hefur hlotið síðastliðin ár. Hæstu einkunnir mældust í flokkunum:
- Jafnrétti (4,5)
- Stjórnun (4,42)
- Sjálfstæði í starfi (4,31)
- Sveigjanleiki í vinnu (4,29)
- Ánægja og stolt (4,25)
- Starfsandi (4,25)