Ný sérlyfjaskrá

Sérlyfjaskrá er leitarvél Lyfjastofnunar sem inniheldur upplýsingar um öll markaðsett lyf á Íslandi. Í lok ársins leit ný, uppfærð sérlyfjaskrá dagsins ljós.

Vefurinn var endurhannaður þannig að hann þjóni betur notendum snjalltækja.

Meðal nýjunga í sérlyfjaskrá má nefna:

  • frekari upplýsingar um markaðsleyfi lyfs
  • upplýsingar um tilkynntan lyfjaskort, ásamt hlekk á lyfjaskortsfréttir á lyfjaspjaldi viðkomandi lyfs
  • upplýsingar um sambærileg lyf og verð þeirra, ódýrustu pakkningarnar fá sérstaka merkingu

Leitarvélin í hinni nýju sérlyfjaskrá er mun öflugri en í þeirri fyrri og býður upp á ítarlega síunarmöguleika. Þannig er hægt að taka út ýmiskonar lista eftir því hvaða síunarskilyrði eru valin.

Sem fyrr segir inniheldur sérlyfjaskrá upplýsingar um öll markaðssett lyf á Íslandi og nær þ.a.l. ekki til undanþágulyfja.

Vissir þú að sérlyfjaskrá inniheldur...

  • upplýsingar um öll markaðssett lyf á Íslandi
  • öryggis- og fræðsluefni fyrir lækna og sjúklinga
  • upplýsingar um tilkynntan lyfjaskort með ráðleggingum
  • upplýsingar um ódýrasta valkostinn þegar við á
Frá upplýsingafundi um nýja sérlyfjaskrá