Ársskýrsla Lyfjastofnunar 2021

Ávarp forstjóra

Í fljótu bragði hefði mátt halda að fátt annað en COVID hefði verið á dagskrá ársins 2021 en þegar litið er í baksýnisspegilinn kemur í ljós að mörg önnur stór og mikilvæg verkefni voru unnin á árinu. Nýju lyfjalögin sem samþykkt voru 2020 gengu í gildi 1. janúar 2021 svo fátt eitt sé nefnt. Það má með sanni segja að árið 2021 hafi verið viðburðarík hjá Lyfjastofnun og reynt hefur á seiglu og þol starfsmanna og stjórnenda. Við horfum samt björtum augum fram á við, tilbúin að takast á við ný og gömul verkefni.

Gildin okkar

Gæði og öryggi lyfja og lækningatækja

Gæði

Lögð er áhersla á að hjá Lyfjastofnun starfi ávallt vel menntaðir og hæfir sérfræðingar á sviði lyfjamála. Lyfjastofnun býður skapandi vinnuumhverfi og góða starfsaðstöðu og tækifæri til símenntunar og þróunar í starfi.

Traust

Áreiðanleiki og öguð vinnubrögð tryggja öryggi og skapa traust hagsmunaaðila. Lyfjastofnun vill skapa traust s.s. með öflugri upplýsingagjöf samkvæmni, áreiðanleika, virðingu og opnum samskiptum og samvinnu.

Þjónusta

Lyfjastofnun vill veita hagsmunaaðilum bestu faglegu þjónustu sem völ er á hverju sinni. Þetta er gert með góðu aðgengi að upplýsingum og leiðbeiningum, aðgengi að færustu sérfræðingum og vel menntuðu og þjálfuðu starfsfólki í öflugu samstarfi við heilbrigðisyfirvöld, erlendar systurstofnanir á EES svæðinu og Lyfjastofnun Evrópu.

 • 1

  Tilkynntar aukaverkanir

  Tilkynntur grunur um aukaverkun í tengslum við lyfjanotkun

 • 1

  Lyf á markaði

  Lyf með markaðsleyfi og markaðssett í árslok 2021

 • 0

  Starfsmenn

  Starfsfólk Lyfjastofnunar er með fjölbreytta menntun og víðtæka reynslu í lyfjamálum.

Ársskýrslan er byggð upp þannig að hægt er að halda áfram á næstu síðu (eða til baka) með því að nota örvarnar neðst á hverri síðu. Einnig er hægt að nálgast efnisyfirlit ársskýrslunnar efst í hægra horninu þaðan sem hægt er að komast beint í aðra kafla ársskýrslunnar.