Tilkynntar aukaverkanir

Flestar aukaverkanatilkynningar árið 2021 bárust á vor- og sumarmánuðum, í kjölfar þess að skipulagðar bólusetningar gegn COVID-19 hófust. Þeim fækkaði til muna síðari hluta ársins.

Aukaverkanatilkynningar árið 2021

Eins og kunnugt er, var fjöldi aukaverkanatilkynninga sem barst Lyfjastofnun árið 2021 margfaldur á við það sem áður þekktist. Þar kom til hin víðtæka bólusetning gegn COVID-19 sem fram fór um allt land, en í árslok höfðu um 90% landsmanna 12 ára og eldri verið bólsett skv. upplýsingum sem fram komu á covid.is. Auk þess hafði mikið að segja aukin vitund almennings um mikilvægi þess að tilkynna grun um aukaverkun sem og skylda heilbrigðisstarfsfólks til að tilkynna samkvæmt nýjum lyfjalögum.

Framan af ári voru tilkynningar rúmlega 200 að meðaltali á mánuði, fjölgaði síðan til muna eftir að bólusetningarátak hófst fyrir alvöru á vordögum, en fór fækkandi með haustinu. Að meðaltali bárust 335 tilkynningar á mánuði árið 2021.

Tegund tilkynningar

Tilkynnendur2018201820202021
Notandi eða aðstandandi4258492.869
Læknir807448390
Lyfjafræðingur458430130
Aðrir heilbrigðisstarfsmenn81013571
Dýralæknir2401
Dýraeigendur2000
Annað00116
Staða tilkynnanda ekki skráð00039
Samtals1792301414.016