Rafrænir fylgiseðlar

Fyrsta mars 2021 hófst tilraunaverkefni heilbrigðisráðuneytisins um rafræna fylgiseðla og voru 38 lyf skráð í verkefnið í árslok 2021.

Markmið

Markmið verkefnisins, sem stendur til ársins 2023, er að meta hvort notkun rafrænna fylgiseðla tryggi með fullnægjandi hætti örugga lyfjameðferð sjúklings. Jafnframt verður kannað hvort notkun rafrænna fylgiseðla leiði til þess að H-merktum lyfjum á markaði fjölgi.

Sérstök auðkenning í sérlyfjaskrá

Á serlyfjaskra.is er listi yfir öll lyf sem tilheyra verkefninu.

Enn opið fyrir umsóknir vegna nýrra lyfja

Tekið verður við umsóknum fyrir ný lyf á markaði þann tíma sem verkefnið stendur yfir. Umsókn um þátttöku í verkefninu skal send á netfangið [email protected].

Tengiliðir á sjúkrahúsum

Öll sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir hafa sérstaka tengliði vegna verkefnisins. Þessir tengiliðir munu sjá um að koma upplýsingum um verkefnið á framfæri á sinni stofnun.

Lyf í verkefninu eru auðkennd með þessu merki sem vísar til „rafrænna fylgiseðla“