Lyfjabúð af meðalstærð

Lyfjastofnun gerir árlega könnun um starfsemi lyfjabúða. Apótek svara spurningum um ýmislegt er snýr að starfsemi þeirra, s.s. afgreiðslutíma á viku, fjölda lyfjafræðinga og lyfjatækna að störfum o.fl.

Samantekt um starfsemi apóteka sýnir að apótekum fjölgar ekki milli áranna 2020 og 2021. Lyfjaávísunum hefur hins vegar fjölgað jafnt og þétt frá 2017 eða um 17,7%.

Í lok árs 2021 voru 74 apótek starfandi hér á landi auk sjúkrahúsapóteks Landspítalans, samtals 75 apótek*. Á árinu hættu tvö apótek starfsemi. Lyfja hf. og Lyf og heilsa hf. voru stærstu apótekskeðjurnar, Lyfja með 22 apótek og Lyf og heilsa með 27 apótek í rekstri. Tvær aðrar keðjur sem hvor um sig hafa 3 apótek í rekstri eru starfandi í landinu, annars vegar Lyfjaval ehf., hins vegar Lyfsalinn ehf. Lyfjaval ehf. og Lyfsalinn ehf. eru í eigu sama aðila.

Auk apótekanna eru 28 lyfjaútibú í rekstri á landinu. Lyfja hf. Lyf og heilsa hf. eru umsvifamest í rekstri lyfjaútibúa, Lyfja með 23 útibú og Lyf og heilsa með 4. Alls eru 2 útibú í flokki eitt, 14 útibú í flokki tvö og 12 útibú í flokki þrjú. Langflest útibú eru starfandi á Norðurlandi eða 10 talsins. Upplýsingar um mismunandi tegundir lyfjaútibúa og skilgreiningar á þeim má finna á vef Lyfjastofnunar.

Á landsbyggðinni eru reknar fjórar lyfsölur í tengslum við rekstur heilsugæsla til að tryggja lyfjadreifingu þar sem langt er í næstu apótek.

Lyfjabúð af meðalstærð2018201920202021
Afgreiðslutími á viku / Opening hours per week52,553,953,253,7
Fjöldi lyfjafræðinga / Number of pharmacists1,51,51,61,6
Fjöldi lyfjatækna / Number of pharmacy technicians0,50,40,40,4
Fjöldi annarra starfsmanna / Number of other employees2,32,42,12,4

Nánari upplýsingar um apótek af meðalstærð árið 2021 má finna í árlegri samantekt okkar.