Alþjóðlegt átak um tilkynningar aukaverkana
Dagana 1.-7. nóvember tók Lyfjastofnun þátt í alþjóðlegu átaki, #MedSafetyWeek, um mikilvægi þess að tilkynna aukaverkanir sem geta fylgt notkun lyfja.
Þetta var í sjötta sinn sem efnt var til slíks átaks og hefur Lyfjastofnun verið með frá upphafi. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á tilkynningar aukaverkana bóluefna. Allt fagfólk innan heilbrigðisþjónustu ásamt sjúklingum og aðstandendur voru því hvött til að tilkynna grun um aukaverkun af völdum bóluefna til Lyfjastofnunar.