Fjármál

Árið 2021 var heildarrekstrarkostnaður Lyfjastofnunar um 1.270 milljónir króna en var 1.094 milljónir króna árið 2020, sem samsvarar hækkun um 16% milli ára

Tekjur voru 1.297 milljónir króna sem var 17% aukning milli ára, úr 1.104 milljónum árið 2020. Afgangur á rekstri stofnunarinnar var 30 milljónir króna árið 2021. Það skýrist helst af því að áætluð útgjöld í tengslum við húsnæðisbreytingar frestuðust vegna tafa á húsnæðisbreytingunum.

Samstarf Lyfjastofnunar og hollensku lyfjastofnunarinnar (MEB) um þjálfun og vinnslu verkefna er nú lokið eftir 4 ára samstarf og var framlag MEB 12,8 milljónir króna. Mögulegt er að þetta samstarf verði endurvakið en ekkert liggur fyrir um það eins og staðan er í dag.

Ljóst er að reksturinn á árinu 2022 verður umtalsvert erfiðari á gjaldahliðinni en verið hefur. Lyfjastofnun stendur í umfangsmiklum breytingum á húsnæði sínu í gegnum leigusalan og samhliða því falla til umfangsmikil útgjöld vegna endurnýjunar á margskonar skrifstofubúnaði og tækjabúnaði sem nauðsynlegur er vegna breytinga á húsnæðinu sem eru áætlaðar að ljúki í lok október 2022.

Áfram eru áskoranir í rekstrinum, s.s. áframhaldandi og aukin uppbygging innviða í tækni til hagsbóta fyrir notendur og heilbrigðisstarfsmenn og ber þar helst að nefna uppbygging á mínum síðum þar sem viðskiptavinir munu geta í auknum mæli gengið frá umsóknum og beiðnum í gegnum sérstakar fyrirtækja síður

Yfirlit fjármála 2018-2021
Tekjur2018201920202021Breyting í %
Umsóknargjöld30940554570429%
Aðrar tekjur1842072222314%
Framlag úr ríkissjóði2822923373607%
Samtals tekjur7759041.1041.29517%
Gjöld2018201920202021Breyting í %
Laun609,2696,7843,996514%
Ferðir og fundir23,433,321,63771%
Aðkeypt þjónusta60,3129,31701869%
Húsnæði38,240,143,5478%
Önnur rekstrargjöld11,214,314,832116%
Samtals gjöld742,3913,71.0941267,016%
2018201920202021Breyting í %
Tekjuafgangur32,7-9,710,028,0175%

Þróun tekna og gjalda Lyfjastofnunar 2018 til 2021