Nýtt fyrirkomulag á útreikningi lyfjaverðskrárgengis
Lyfjaverðskrárgengi tekur mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans að viðbættu álagi.
Lyfjastofnun ákvað að lyfjaverðskrárgengi frá og með 1. desember 2021 myndi taka mið af opinberu viðmiðunargengi Seðlabankans fjórum dögum fyrir gildistöku verðskráa, að viðbættu álagi þannig að úr verði gengi sem má líkja við sölugengi.