Heimild í lögum nýtt til að draga úr lyfjaskorti
Í apríl veitti Lyfjastofnun lyfjafræðingum í apótekum heimild til að breyta ávísuðu lyfi í undanþágulyf í sérstökum tilvikum þess að koma í veg fyrir skort.
Í nýjum lyfjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2021 er að finna ákvæði í 52. grein þar sem fram kemur að að Lyfjastofnun geti heimilað lyfjafræðingum að breyta ávísuðu lyfi í undanþágulyf í sérstökum tilvikum þegar skortur er á markaðssettu lyfi.
Heimildin nýtt í fyrsta sinn - snýr að Furadantin 50 mg töflum
Í apríl veitti Lyfjastofnun lyfjafræðingum í apótekum heimild til að breyta lyfjaávísun læknis úr Furadantin í undanþágulyfið Uro-Tablinen 50 mg töflur 50 stk með vörunúmerinu 982456. Þetta var gert vegna langvarandi skorts á skráða lyfinu Furadantin 50 mg töflur í 100 stk. og 15 stk. pakkningum. Heimildin gilti til 1. maí 2021, eða skemur. Þessi ákvörðun Lyfjastofnunar byggir sem fyrr segir á 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020.