Markaðsleyfi

Áður en hægt er að setja lyf í almenna sölu er nauðsynlegt að sækja um markaðsleyfi. Útgáfa markaðsleyfa COVID-19 lyfja og bóluefna voru í forgangi á árinu.

  • 0

    Fjöldi lyfja með markaðsleyfi og á markaði í árslok

  • 0

    Útgefin markaðsleyfi á árinu

  • 0

    Ný lyf á markað á árinu

Útgáfa markaðsleyfa COVID-19 lyfja og bóluefna í forgangi á árinu

Þegar kemur að útgáfu og breytingu markaðsleyfa voru lyf og bóluefni gegn COVID-19 í fyrsta forgangi á árinu 2021. Öll verkefni er vörðuðu markaðsleyfi þessara lyfja höfðu styttri tímalínu en venjan er og var því forgangsröðun verkefna enn mikilvægari en áður. Lyfjastofnun gaf út fjögur skilyrt markaðsleyfi COVID-19 bóluefna og önnur fjögur COVID-19 lyf fengu markaðsleyfi auk þess sem tvö lyf á markaði fengu nýja ábendingu á árinu við COVID-19.

Ísland í 9. sæti RMS umsjónarlanda

Lyfjastofnun var í níunda sæti yfir lyfjastofnanir landa sem hafa umsjón (RMS) með mati á nýjum markaðsleyfisumsóknum (MRP/DCP) en 33 ferlar voru kláraðir á árinu. Umsjónarland ber ábyrgð á ferlinu og faglegu mati umsóknar. Umsjónarlandið ber einnig ábyrgð á ritun matsskýrslu við lok ferilsins.

  1. sæti Holland
  2. sæti Þýskaland
  3. sæti Portúgal
  4. sæti Svíþjóð
  5. sæti Danmörk
  6. sæti Ungverjaland
  7. sæti Austurríki
  8. sæti Tékkland
  9. sæti Ísland
  10. sæti Írland
  11. sæti Malta
  12. sæti Finnland
  13. sæti Króatía
  14. sæti Eistland
  15. sæti Spánn

Útgefin markaðsleyfi 2021 / MA issued in 2021

Lyf með markaðsleyfi og markaðssett í árslok 2021 / Medicinal products with MA / Medicinal products with MA