Heimsóknir og fundahöld
Þrátt fyrir að árið hafi verið litað af samkomutakmörkunum vegna COVID-19 tókst okkur að bjóða til nokkurra funda hjá okkur á árinu. Má meðal annars nefna heimsókn frá fulltrúum hollensku lyfjastofnunarinnar í ágúst, hagsmunaaðilafundi stjórnenda með lyfjafyrirtækjum sem fóru fram í september ásamt fundi um leyfisskyld lyf sem haldinn var í samvinnu við Landspítalann.
Heimsókn frá heilbrigðisráðuneytinu
Fulltrúar frá heilbrigðisráðuneytinu heimsóttu Lyfjastofnun í lok maí og fengu kynningu á stofnuninni. Meðal annars var rætt um fjármál og skipulag stofnunarinnar, aukaverkanatilkynningar, erlent samstarf og nýja lækningatækjalöggjöf.