Upplýsingamiðlun

Eitt af lögbundnu hlutverkum Lyfjastofnunar er að miðla upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks og lyfjanotenda með faglegum og hlutlausum hætti.

Árið 2021 einkenndist af miklu annríki vegna COVID-19. Fyrirspurnum frá fjölmiðlum og erindum frá almenningi fjölgaði margfalt á árinu og aldrei hafa jafn margar fréttir verið birtar á einu ári hjá stofnuninni. Fyrirspurnum frá fjölmiðlum fjölgaði um 633% frá því árinu áður og almennum erindum um 132%. Flest erinda vörðuðu COVID-19 enda áhugi fyrir bóluefnum gegn COVID-19 mikill. Þá var Lyfjastofnun nokkuð áberandi í fjölmiðlum á árinu en þeim skiptum þar sem forstjóri Lyfjastofnunar var í fjölmiðlum fjölgaði um 266% frá árinu áður. Fréttaflutningur Lyfjastofnunar var öflugur á árinu og aldrei hafa fleiri fréttir verið gefnar út á vef stofnunarinnar á einu ári. Útgefnum fréttum fjölgaði um tæp 97% frá árinu 2020 og var stór hluti frétta tengdur COVID-19.

  • 0
    Fjöldi fyrirspurna frá fjölmiðlum
  • 0
    Fjöldi fyrirspurna frá almenningi og fleirum
  • 0
    Fjöldi útgefinna frétta á vef Lyfjastofnunar

Traust til Lyfjastofnunar

Lyfjastofnun kom vel út í árlegri traust- og þekkingarkönnun Gallup sem framkvæmd var í upphafi ársins. Helstu niðurstöður voru á þann veg að traust til Lyfjastofnunar jókst næst mest af öllum mældum stofnunum. 69% svarenda sögðust bera mikið traust til Lyfjastofnunar sem var aukning um 20% frá mælingu ársins áður. Hlutfall þeirra sem sögðust þekkja Lyfjastofnun var 26% sem var aukning um 7% frá fyrra ári. Þekking jókst mest meðal yngra fólks og yngra fólk telur sig þekkja starfsemi Lyfjastofnunar betur en þeir sem eldri eru. Traust jókst þó meira meðal eldra fólks.

Hlaðvarp Lyfjastofnunar

Frá árinu 2019 hefur Lyfjastofnun gefið út hlaðvarpsþætti með reglubundnu millibili. Þættirnir eru hýstir á Soundcloud en líka miðlað á Spotify og Apple Podcast. Á öllum þessum veitum er hægt að gerast áskrifandi þáttanna.

Fjórir þættir voru gefnir út á árinu og var umfjöllunarefni þriggja þátta tengt COVID-19. Viðtöl voru tekin við ýmsa sérfræðinga.

Útgefnir þættir hlaðvarpsins 2021

  • 18. Meira um bóluefni gegn COVID-19 - Ingileif Jónsdóttir
  • 19. COVID-19: Bólusetning barna og unglinga 12-15 ára - Valtýr Stefánsson Thors
  • 20. COVID-19: Örvunarbólusetningar - Björn Rúnar Lúðvíksson
  • 21. Saga bólusetninga á Íslandi - Haraldur Briem

Frá kynningu fyrir lyfjafræðinema

Tekið var á móti fyrsta árs lyfjafræðinemum sem komu til að fræðast um verkefni stofnunarinnar um haustið. Þá tókum við þátt í alþjóðlegu árveknivikunni #MedSafetyWeek sem miðar að því að fræða um lyfjagátarkerfi og hvetja til þess að mögulegar aukaverkanir séu tilkynntar til lyfjayfirvalda í hverju landi fyrir sig.

COVID-19: Sundurliðun tilkynninga vegna gruns um alvarlega aukaverkun í kjölfar bólusetningar birt vikulega

Lyfjastofnun bárust margar fyrirspurnir um nánari útlistun á þeim alvarlegu tilvikum sem tilkynnt hafa verið, bæði frá fjölmiðlum og einstaklingum. Frá og með 8. júní var tekið upp nýtt verklag í tengslum við svörun spurninga af þessu tagi. Þessar upplýsingar birtust á fréttaformi vikulega framan af en eftir því sem tilkynningum fækkaði og áhugi fólks á upplýsingunum fór minnkandi leið lengra á milli fréttanna.

Fjöldi útgefinna frétta á vef Lyfjastofnunar

Umfjöllun um Lyfjastofnun í fjölmiðlum

Bætt upplýsingamiðlun um lyf

Á árinu fór fram vinna við úrbætur á mínum síðum, rafrænni þjónustugátt Lyfjastofnunar þar sem notendur geta átt ýmiskonar samskipti við Lyfjastofnun og fengið úrlausn mála. Þá fór fram vinna við hönnun og útfærslu á nýrri endurbættri sérlyfjaskrá sem á að líta dagsins ljós um áramótin 2022/2023.

Frá kynningu á verkefninu Lyfjaskil - taktu til!

Seinni hluta árs barst beiðni frá lyfjafyrirtæki sem hafði áhuga á að fá kynningu frá Lyfjastofnun á verkefninu Lyfjaskil-taktu til! í tengslum við átak í umhverfisvitund meðal starfsmanna. Lyfjaskil-taktu til! er átaksverkefni Lyfjastofnunar frá árinu 2017 sem snérist um að vekja fólk til vitundar um hvernig best er að losa sig við umfram lyf á sem öruggastan og umhverfisvænastan hátt.