Lyfjaverðskrá gefin út tvisvar í mánuði

Til einföldunar var ákveðið að sameina lyfjaverðskrá og undanþágulyfjaverðskrá í eina lyfjaverðskrá. Frá 1. nóvember 2021 hefur Lyfjastofnun gefið út eina sameiginlega lyfjaverðskrá tvisvar í mánuði með gildistöku 1. dag mánaðar og 15. dag mánaðar.

Upphafsskrá hvers mánaðar hefur að geyma allar upplýsingar og breytingar en milliskráin er útgefin með nýju gengi og nýjum undanþágulyfjum (engin ný markaðssett lyf eða breytingar nema leiðréttingar ef þörf er á).

Breytingar á umboðsmannaverði

Umboðsmenn geta sent inn umboðsmannaverð til Lyfjastofnunar á bilinu 1. til 20. hvers mánaðar sem er breyting frá fyrra fyrirkomulagi. Það verð sem sent er inn á fyrrgreindu tímabili er birt í næstu lyfjaverðskrá sem tekur gildi 1. dag mánaðar og gildir út mánuðinn þar til verðskrá fyrsta dag næsta mánaðar tekur gildi.