Mannauður

Hjá Lyfjastofnun starfar öflugur hópur fólks sem nýtir sérfræðiþekkingu sína til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem stofnuninni eru falin.

Starfsfólk í tölum

Í lok ársins störfuðu 85 starfsmenn hjá Lyfjastofnun í 75,9 stöðugildum. Starfsmenn í staðvinnu á Vínlandsleið voru 81 og starfsmenn í fjarvinnu fjórir. Þeir starfsmenn sem sinna störfum sínum í fjarvinnu eru staðsettir á Akureyri, í Uppsala í Svíþjóð og á Nýja-Sjálandi.

  • 0
    Fjöldi starfsmanna
  • 0
    Stöðugildi
  • 0
    Háskólamenntaðir
  • 0
    Önnur menntun
  • 0
    Fjöldi með erlent ríkisfang
  • 0
    Fjöldi með íslenskt ríkisfang
  • 0
    Í staðvinnu
  • 0
    Í fjarvinnu
  • 0
    Meðalstarfsaldur í árum

Nýr yfirlæknir og staðgengill forstjóra

Á árinu lét Kolbeinn Guðmundsson af störfum sem yfirlæknir og staðgengill forstjóra. Kolbeinn hafði starfað hjá stofnuninni frá hausti 2008 og gegnt stöðu yfirlæknis frá 2010, staðgengils forstjóra frá 2019. Frá 1. september tók Hrefna Guðmundsdóttir við starfi yfirlæknis. Á sama tíma tók Sindri Kristjánsson við stöðu staðgengils forstjóra Lyfjastofnunar.

Kynjahlutfall starfsfólks Lyfjastofnunar

Ólöf Þórhallsdóttir nýr sviðsstjóri hjá Lyfjastofnun

Ólöf Þórhallsdóttir tók við starfi sviðsstjóra umsókna- og samskiptasviðs hjá Lyfjastofnun í mars. Verkefni sviðssins snúa að verkefnastjórnun, upplýsingamiðlun og ákvarðanatöku í tengslum við lyfjaverð og greiðsluþátttöku lyfja.

Inga Rósa Guðmundsdóttir

Nýtt svið

Nýtt svið, gæða- og öryggissvið varð til á árinu. Því tilheyrir upplýsingatæknideild sem og gæða- og öryggisdeild. Sviðinu stýrir Inga Rósa Guðmundsdóttir

Stofnun ársins

Að vanda tók Lyfjastofnun þátt í „Stofnun ársins“. Afar gott svarhlutfall fékkst í könnuninni eða 85%. Lyfjastofnun var í 15. sæti yfir stofnanir ársins, með 49 til 80 starfsmenn, með 4,16 í einkunn í þetta sinn.